Svipað þorskígildi og í fyrra

Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 13,0% …
Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 13,0% af heildinni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir komandi fiskveiðiár. Rúm 376 þúsund tonn í þorskígildum eru til úthlutunar eða um tveimur þúsundum tonna minna en í fyrra.

Úthlutun í þorski stendur nánast í stað eða hækkar um 600 tonn og nemur rúmlega 171.800 tonnum. Ýsukvótinn dregst enn saman úr 30 þúsund tonnum í fyrra í rúm 24 þúsund tonn í ár. Nokkur aukning er í úthlutun á ufsa, skötusel, grálúðu og skarkola. Nokkur samdráttur er í gullkarfa og keilu. Þá má nefna að humarkvótinn dregst saman um 10%. Nú er aftur úthlutað kvóta í úthafsrækju, alls tæpum 4.700 tonnum, og í fyrsta sinn er rækju úthlutað við Snæfellsnes, um 560 tonnum.

Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 86% af því aflamarki sem úthlutað er og er það álíka og í fyrra. Alls fá 459 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða um 30 aðilum færra en í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert