Virknin mest í göngunum

Eldgosið í Holuhrauni - mynd tekin á mánudagsmorgni - 1. …
Eldgosið í Holuhrauni - mynd tekin á mánudagsmorgni - 1. september 2014 Eggert Jóhannesson

Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu í Holuhrauni, norður af Dyngjujökli, í nótt og skjálftavirkni er minni en hún hefur verið að undanförnu. Skjálftavirknin er mest í kvikugöngunum, nyrst í þeim og undir jökli. Þau hafa hins vegar ekki færst frekar í norður, að sögn Pálma Erlendssonar, sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálftinn í nótt var 3,1 stig og var hann inni í göngunum.

Hér er hægt að fylgjast með gosinu í vefmyndavél Mílu

Einungis einn skjálfti sem hefur mælst yfir tvö stig var í Bárðarbungu í nótt og var sá 2,2 stig. Í gær mældust yfir 700 jarðskjálftar sem er heldur færri en undanfarna daga. Aðalvirknin var einnig þá í kvikuganginum.

Tveir stórir jarðskjálftar, annar 5 stig klukkan 08:58 og hinn 5,3 klukkan 11:41, mældust í gær. Tilkynningar bárust um að þeir hefðu báðir fundist á Akureyri. Rúmlega 140 skjálftar mældust við Herðubreiðartögl en mjög fáir skjálftar hafa mælst þar í nótt. 

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug í gær yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni með vísindamenn Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. 

Þar sást hraun renna í ANA um 3,5 km frá miðju gosinu og var sú tunga um 500 metra breið. Gossprungan var virk á um 600 metrum.

Þegar flogið var yfir kl. 15:15 náði gosmökkurinn frá 6.300 fetum upp í 15.000 fet.

Myndir sem Einar Guðmann tók af gosinu í gær

Af vef Landhelgisgæslunnar
Mynd af gígaröðinni
Mynd af gígaröðinni Af vef Landhelgisgæslunnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert