Vonir um frekari hækkanir á verði fyrir þorskafurðir

Þorskurinn er ein verðmætasta útflutningsafurð þjóðarbúsins.
Þorskurinn er ein verðmætasta útflutningsafurð þjóðarbúsins. mbl.is/RAX

Útflutningsverð þorskafurða frá Íslandi hækkaði í heildina um 7% fyrstu sjö mánuði ársins.

Í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag spáir Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greininga hjá ráðgjafarfyrirtækinu Markó Partners, því að verð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum.

Fregnir hafi borist frá Noregi um að kvóti í Barentshafi verði minni á næsta ári en í ár og í fyrra. Gangi það eftir verði minna framboð á mörkuðum og geti leitt til frekari hækkana á verði fyrir þorskafurðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert