Eldgosið í Holuhrauni frá geimnum

Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur sent frá sér myndir af eldgosinu í Holuhrauni sem teknar eru af gervihnettinum MODIS. Meðal annars er notast við hitamyndavél sem og á myndum úr henni má vel sjá hraunflæðið og yfir hversu stórt svæði nýja hraunið nær.

Í frétt á vefsvæði NASA segir að þrátt fyrir að mikið sé af myndum frá jörðu niðri hafi lítið sem ekkert verið um myndir frá gervihnöttum. Er það vegna þess hversu skýjað hefur verið yfir Íslandi að undanförnu og hversu fáir gervihnettir safni myndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert