Góð makrílvertíð langt komin

Litlir bátar sem stór veiðiskip hafa sótt í makrílinn.
Litlir bátar sem stór veiðiskip hafa sótt í makrílinn.

Samtals er búið að veiða um 123 þúsund tonn af makríl á vertíðinni. Þá eru um 30 þúsund tonn eftir af úthlutuðum aflaheimildum ársins.

Vertíðin í ár verður væntanlega sú stærsta í makrílveiðum Íslendinga til þessa. Makríl hefur verið landað víða um land og er að mestu frystur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Aflareynsluskipin eru með stærstan hluta kvótans og voru í gær komin með 81 þúsund tonn samkvæmt því sem fram kemur á vef Fiskistofu. Veiðar hafa gengið vel í sumar, en í frétt á vef HB Granda kemur fram að eftir bræluna sem gerði um síðustu helgi hafi afli tregast. Frystitogararnir voru komnir með um 25 þúsund tonn og ísfiskskipin voru með um 10 þúsund tonn og nánast búin með kvóta sinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert