Nýr ræðustóll bætir aðgengi fatlaðra í þingsal Alþingis

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, við nýja ræðustólinn.
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, við nýja ræðustólinn. mbl.is/Golli

Þingmenn í hjólastól munu í fyrsta skipti í þingsögunni geta ávarpað þingheim úr ræðustól í þingsal þegar Alþingi kemur saman næstkomandi þriðjudag.

Nýjum ræðustól hefur verið komið fyrir í þingsalnum og hefur aðgengi fatlaðra þannig verið bætt til mikilla muna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál eþtta í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er fyrst og fremst gert til að allir þingmenn njóti sama réttar í þingsalnum, hvort sem þeir eru fatlaðir eða ófatlaðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Ræðustóllinn lítur nánast eins út og gamli stóllinn en hann er með búnaði svo hægt er að lækka hann eftir þörfum. Minjastofnun hefur fylgst með breytingunum og fallist á þær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert