Ennþá leki að Akrafellinu

Mynd af strandstað -Akrafell, flutningaskip Samskipa, strandaði á fimmta tímanum …
Mynd af strandstað -Akrafell, flutningaskip Samskipa, strandaði á fimmta tímanum í nótt. Jens Dan Kristmannsson

Það er ennþá leki að Akrafellinu, flutningaskipi Samskipa, sem strandaði við Vattarnes milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar á fimmta tímanum í morgun. Umhverfisstofnun hefur virkjað neyðaráætlun vegna hættu á umhverfisspjöllum. Tíu eru um borð, bæði skipverjar og björgunarsveitarmenn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. 

Allar björgunarsveitir á Austfjörðum voru kallaðar út og rúmum 20 mínútum eftir útkall voru fyrstu björgunarskipin komin á vettvang, samkvæmt upplýsingum frá Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Hópar björgunarmanna voru einnig sendir landleiðina á svæðið með fluglínutæki ef á þyrfti að halda. Þyrla Landhelgisgæslunnar einnig komin á staðinn. Vegna mengunarhættu hefur slökkvilið Reyðarfjarðar einnig verið kallað út en tvö björgunarskip taka þátt í aðgerðum, segir Ólöf.

12 manns voru um borð í skipinu og hófu skipverjar þegar dælingu úr skipinu en þær höfðu ekki undan. Enn eru fjórir skipverjar um borð ásamt sex björgunarsveitarmönnum og hafa þeir ekki undan við dælingu. Að sögn Ólafar er unnið að því að útvega fleiri dælur vegna mengunarhættu frá skipinu sem situr pikkfast á skeri.

Arnarfell skip Samskipa er strandað við Vattarnes
Arnarfell skip Samskipa er strandað við Vattarnes Samskip
Akrafellið strandaði á skeri við Vattarnes á fimmta tímanum í …
Akrafellið strandaði á skeri við Vattarnes á fimmta tímanum í nótt Jens Dan Kristmannsson
Frá strandstað í morgun - Akrafell strandaði við Vattarnes á …
Frá strandstað í morgun - Akrafell strandaði við Vattarnes á fimmta tímanum í nótt. Guðbrandur Örn Arnarson
Mynd frá strandstað en skipverjar voru fluttir um borð í …
Mynd frá strandstað en skipverjar voru fluttir um borð í uppsjávarskipið Aðalstein Jónsson. Pétur Kristinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert