Ráðherra endurskoði ákvörðun sína

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Ómar

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, að endurskoða ákvörðun sína um að stöðva makrílveiðar smábáta sem tók gildi nú í byrjun september.

Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag.

Þar segir, að leyfa eigi smábátasjómönnum að veiða makríl áfram. Mörg dæmi séu um að þeir hafi nýlega farið út í fjárfestingar vegna veiðanna og komi þessi ákvörðun þeim hópi sérstaklega illa. Þá sé rétt að hafa í huga að aflaverðmæti makríls sem veiddur sé á þessum tíma af smábátum sé með því hæsta sem gerist. Engin rök hafi verið sett fram fyrir því að fallið verði frá þeirri ákvörðun að stöðva veiðarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert