Reyna að blekkja viðskiptavini banka

Tölvuþrjótar hafa í dag sent tölvubréf í nafni íslenskra fjármálastofnana í þeim tilgangi að reyna stela aðgangi þeirra að heimabönkum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem mbl.is hefur hafa verið send út tölvubréf í nafni Íslandsbanka, Arion banka og MP banka.

Á vefsvæðinu Netöryggi má finna tíu góð ráð sem stuðla eiga að áhyggjulausri netnotkun. Þar segir meðal annars: „Ekki opna tölvupóst frá óþekktum aðilum með skrítin tölvupóstföng, né tölvupóst frá þekktum aðila ef pósturinn virðist undarlegur. Ekki opna þau fylgiskjöl í tölvupósti sem þú baðst ekki um eða virðast furðuleg. Gefðu aldrei upp viðkvæmar upplýsingar skv. fyrirmælum í tölvupósti, s.s. kreditkortanúmer eða aðrar persónuupplýsingar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert