Samið við flugumsjónarmenn

Samið hefur verið við flugumsjónarmenn.
Samið hefur verið við flugumsjónarmenn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samningar náðust á föstudag milli Icelandair og Félags flugumsjónarmanna sem boðað höfðu vinnustöðvun næstkomandi miðvikudag, hefði samkomulag ekki náðst fyrir þann tíma.

Aðeins 11 manns eru í félaginu, þar af 9 starfsmenn Icelandair sem lesa í ýmis kort og tölur og útbúa þannig flugáætlanir.

Launahækkanir þær sem flugumsjónarmenn fá eru á svipuðu róli og aðrir launamenn hafa fengið á síðustu misserum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert