Féllst ekki á kröfu um frávísun

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Hjörtur

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu verjenda lögreglumanns í LÖKE-málinu svokallaða um frávísun við fyrirtöku málsins í morgun. Næsta fyrirtaka fer fram 21. nóvember þar sem tekin verður fyrir krafa verjanda um lokað þinghald. 

Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir tvö brot í opinberu starfi. Hann neitaði sök þegar mál gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í ágúst. 

Fyrri ákæru­liður teng­ist meint­um óeðli­leg­um flett­ing­um í mála­skrár­kerfi lög­regl­unn­ar, LÖKE, á tíma­bil­inu 7. októ­ber 2007 til 16. nóv­em­ber 2013. Maður­inn er sakaður um að hafa mis­notað stöðu sína sem lög­reglumaður þegar hann fletti upp nöfn­um 41 konu í kerf­inu og skoðaði upp­lýs­ing­ar um þær, án þess að flett­ing­arn­ar tengd­ust starfi hans í lög­regl­unni.

Í síðari ákæru­lið er hann sakaður um að hafa þann 20. ág­úst 2012 sent tölvu­skeyti á sam­skipt­asíðunni Face­book um af­skipti sín af ung­um manni í starfi sínu sem lög­reglumaður, sem átti að fara leynt.

Ann­ars veg­ar er maður­inn ákærður fyr­ir brot á 139. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/​​1940 og hins veg­ar brot á 1. mgr. 136. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/​​1940. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert