Afhending rafrænna skilríkja hafin hjá Vodafone

Viðskiptavinir Vodafone geta nú fengið ný SIM-kort í síma sinn …
Viðskiptavinir Vodafone geta nú fengið ný SIM-kort í síma sinn sem taka við rafrænum skilríkjum.

Hrannar Pétursson, framkvæmdarstjóri samskiptasviðs hjá símafyrirtækinu Vodafone, segir fyrirtækið nú þegar farið að afhenda ný SIM-kort, sem taka við rafrænum skilríkjum, til þeirra viðskiptavina sem þess óska. Telur Hrannar að ekki hafi verið um of knappan tímaramma að ræða við undirbúning þjónustunnar. Gjaldfrjálst verður að afla sér nýs SIM-korts hjá Vodafone um sinn, en frá og með 1. janúar 2015 verður gjald innheimt. 

Nægur tími

„Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar var tilkynnt í nóvember á síðasti ári og strax í kjölfar þess var farið að tala um rafræn skilríki sem hluta af þeirri vegferð,“ segir Hrannar og bætir við að undirbúningur hafi því staðið yfir síðan. Þjónustan er komin í fulla virkni og geta viðskiptavinir óskað eftir því að fá nýtt SIM-kort sem þeir fá sent heim að dyrum. Auðkenni sér svo um að virkja nýju SIM-kortin sem rafræn skilríki á skráningarstöðvum sínum.

Þróun í rétt átt

Vodafone fagnar innleiðingu rafrænna skilríkja og hvetur allar viðskiptavini sína til að taka virkan þátt hvort sem þeir hafa sótt um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar eða ekki. Benda þeir á að rafræn skilríki séu til margs gagnleg í samskiptum við stofnanir og fyrirtæki og geti þessi þjónusta því sparað fólki sporin svo um munar í framtíðinni.

Nánari leiðbeiningar um hvernig megi nýta sér þjónustuna er að finna hér.

Of margir lausir endar

Veflykillinn tryggir ekki nægt öryggi 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert