Netárásir í gegnum starfsfólk

Starfsmenn eru gjarnan helstu veikleikarnir í netöryggi fyrirtækja. Helstu hætturnar felast í að opna hlekki í tölvupósti sem geta orðið til þess að gagnagrunnar fyrirtækja eru berskjaldaðir. Fyrirtækið Syndis hefur kannað öryggismál hjá fjölmörgum fyrirtækjum og hafa reiknað út netöryggisvísitölu hérlendis sem byggir á þeim upplýsingum. Niðurstöðurnar eru sláandi að þeirra sögn.

Þetta koma fram á Haustráðstefnu Advania í Hörpu í dag, Theódór R. Gíslason, sérfræðingur í upplýsingaöryggi, segir að mikið sé hægt að laga með vitundarvakningu og eflingu á úrræðum fyrir fólk sem telur að eitthvað misjafnt sé á seyði í tölvunni sinni. 

mbl.is var í Hörpu í dag og ræddi við Theódór eftir fyrirlestur hans sem vakti mikla athygli. Ekki síst þegar í ljós kom að flestir gestirnir í troðfullum Norðurljósasalnum könnuðust við að hafa frestað því að uppfæra hugbúnað tölvu sinnar þegar hún óskaði eftir því, og þar af leiðandi gert sig berskjaldaða fyrir netárásum.

Hér má sjá myndskeið þar sem sýnt er hvernig hægt er að ná valdi á tölvu í öðrum heimshluta með því að senda sakleysislegt pdf-skjal sem inniheldur óværu sé það opnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert