Umræðunni lauk 5 mínútum seinna

Bjarni Benediktsson fjármálaráherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráherra mbl.is/Kristinn

Fyrstu umræðu um fjárlög 2015 er lokið. Forseti Alþingis lét þess getið við lok umræðunnar að í fyrra hefði fyrstu umræðu um fjárlög 2014 lokið á föstudagskvöldi klukkan 21.24 en núna hefði henni lokið 21.29, eða fimm mínútum seinna. Fjárlagafrumvarpið fer því næst til fjarlaganefndar.

Umræðan um fjárlagafrumvarpið hófst í gærmorgun og hefur því staðið í tvo heila daga. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tók síðastur til máls - enda mælti hann fyrir frumvarpinu - og þakkaði fyrir umræðuna. Hann sagði þingmenn hafa tekist nokkuð hart á og það skyldi hann vel, enda tölvuert miklar kerfisbreytingar að finna í frumvarpinu.

Stærstu einstöku breytinguna sagði hann vera að afnema vörugjöld og það hafi ekki farið framhjá honum hversu margir fagni því. Skiljanlega enda sé verið að skila kjarabótum til almennings.

Fyrsti fundur fjárlaganefndar Alþingis um fjárlögin 2015 fer fram á mánudagsmorgun og hefst klukkan 9.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert