Akrafellið lagt af stað til Reyðarfjarðar

Flutningaskipið Akrafell, sem strandaði við Vattarnes fyrir helgi, var í morgun dregið frá Eskifirði til Reyðarfjarðar þar sem farmur þess verður fluttur frá borði. Akrafell var upphaflega á leið til Reyðarfjarðar þegar það strandaði en orsök þess mun hafa verið sú að stýrimaður á vakt sofnaði á meðan skipið var á sjálfstýringu.

Arkrafellið var dregið til reyðarfjarðar af dráttarbátnum Birni Lóðs frá Höfn í Hornafirði og hafnsögubáti Fjarðarbyggðar Vötti. Greint er frá þessu á fréttavefnum Eskfirðingur.is.

Frétt mbl.is: Akrafellið flutt til Reyðarfjarðar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert