Íbúar fengju fjölbreyttari þjónustu

Arkitektar eru að hanna nýtt hjúkrunarheimili í Hafnarfirði.
Arkitektar eru að hanna nýtt hjúkrunarheimili í Hafnarfirði.

Hrafnista hefur kynnt fyrir nýjum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þá hugmynd að byggja nýja hjúkrunarálmu við Hrafnistu í Hafnarfirði í stað þess að halda áfram með undirbúning að byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Völlunum.

Hafnarfjarðarbær gerði eins og mörg sveitarfélög samning við ríkið um byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði eftir svokallaðri leiguleið. Sveitarfélögin byggja heimilin og reka en fá kostnaðinn endurgreiddan á ákveðnum tíma.

Hugmyndin er að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili á lóð í Skarðshlíðarhverfi í Völlunum og að það komi í stað Sólvangs. Unnið er að hönnun þessa heimilis en ákvarðanir hafa ekki verið teknar um framkvæmdir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert