„Kennitöluflakk er þjóðarmein“

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lengst til hægri.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lengst til hægri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmaður Framsóknarflokksins segir kennitöluflakk þjóðarmein sem verði að stöðva. Nefnd sem skipuð hafi verið til þess að fjalla um málið hafi verið lengi að störfum og helst væri að skilja á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að erfitt væri að skilgreina hugtakið.

Karl Garðarsson rifjar hann upp fréttir um að sami einstaklingur hafi rekið 29 fyrirtæki í gjaldþrot á sjö árum sem jafngildi gjaldþroti á þriggja mánaða fresti. Tveir hafi að sama skapi rekið 22 fyrirtæki í þrot á sama tíma. 

„Kennitöluflakk er þjóðarmein. Ég vakti athygli á málinu á þingi síðastliðinn vetur. Nefnd iðnaðar og viðskiptaráðherra hefur haft þetta mál á borðinu í langan tíma - það var helst á ráðherra að skilja á síðasta þingi að erfitt væri að skilgreina hugtakið. Vonandi leggur hún fram frumvarp á næstu dögum þar sem tekið er á þessu þjóðarböli. Ef ekki verður að grípa í taumana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert