Móti gjaldmiðlastefnu til framtíðar

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Kristinn

Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa endurflutt þingsályktunartillögu þar sem kallað er eftir því að ríkisstjórnin móti stefnu í gjaldmiðlamálum til framtíðar. Settar eru ennfremur fram ákveðnar forsendur sem leggja eigi til grundvallar slíkri stefnu. Meðal annars að gjaldmiðillinn auðveldi hagstjórn, minnki áhættu í íslensku efnahagslífi og sé áhættuminni en aðrir valkostir.

„Flutningsmenn eru vel meðvitaðir um þann veruleika að íslenska krónan verður gjaldmiðill Íslendinga í allra nánustu framtíð. En stefnuna þarf að marka til lengri tíma. Það er ákaflega aðkallandi spurning hvaða efnahagslegi veruleiki muni blasa við á Íslandi eftir að gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, sem vonandi tekst farsællega,“ segir meðal annars í greinargerð.

Fyrsti flutningsmaður er Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert