Nýjar göngubrýr í Þórsmörk

Vaðið yfir Þröngá í Þórsmörk. Hamraskógur í baksýn.
Vaðið yfir Þröngá í Þórsmörk. Hamraskógur í baksýn. mbl.is/Árni Sæberg

Rangárþing eystra mun láta byggja göngubrýr á leiðinni inn í Þórsmörk og bæta tengingar yfir Krossá.

Sveitarfélagið og Skógrækt ríkisins hafa fengið styrki, meðal annars úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, til stígagerðar, viðhalds og lagfæringa á samgöngum á Þórsmerkursvæðinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ákveðið er að nota styrk sveitarfélagsins í brúargerð. Reist verður brú á Jökulsá þar sem sú gamla var, brúin á Steinholtsá sett á sinn stað og bætt við um 20 metra langri brú á Hvanná.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert