Smalaðist vel miðað við aðstæður

Réttað var Melarétt í dag og smalaðist nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn smalastjóra. Leitað var á nyrðra svæðið í gær og í dag, þ.e. norðan Ófeigsfjarðar og fé sett þar í rétt yfir nóttina. Í gær var leitað frá Ófeigsfirði og fjalllendið austan Húsár leitað að Reykjarfjarðartagli um Sýrdal og Seljaneshlíð, einnig var leitað svæðið út með Glifsu og Eyrardal að Hvalhamri, síðan var fé rekið yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt.

Suðvestanátt var og kaldi eða allhvasst fyrri daginn og gekk á með skúrum en úrkomulaust seinni daginn þegar réttað var. Gott skyggni var báða leitardagana.

Fé var síðan dregið í dilka í Melarétt og rekið eða keyrt á vögnum á þá bæi sem áttu féð og lömb vigtuð.

Frétt Litlahjalla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert