Hafði varla undan að dæla

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan 18:30 í kvöld þegar leki kom að báti um 13 sjómílum norðaustur af Siglufirði samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Báturinn var rafmagnslaus og því ekki hægt að dæla úr honum nema með handdælum um borð og hafði skipverjinn ekki undan.

„Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði er í slipp vegna viðhalds og fóru því tveir björgunarsveitamenn á trillu með dælur til móts við leka bátinn. Þeir fylgja honum nú til hafnar á Siglufirði en gert er ráð fyrir að ferðin taki hátt í tvo tíma. Aðrir björgunarbátar af svæðinu voru einnig kallaðir út en var snúið við þegar ljóst var að fyrstu dælurnar sem bárust á staðinn dugðu í verkið,“ segir ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert