Mannlausan bát rak upp í fjöru

Frá Reykjarvíkurströnd.
Frá Reykjarvíkurströnd. mbl.is/Sigurður Bogi

Bátur slitnaði frá bryggju í Kaldrananesi í Bjarnarfirði á Ströndum nú síðdegis samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Bátinn rak mannlausan yfir fjörðinn og upp í fjöru við Reykjarvíkursker.

„Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi var kölluð til aðstoðar. Þessa stundina er verið að skoða hvernig best sé að tryggja bátinn, sem er lítill, yfirbyggður bátur með utanborðsmótor, gegn frekari skemmdum. Til stendur að draga hann þangað sem er sandfjara og hægt er að koma honum úr sjó,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert