Brutu rúður og stálu útvörpum

Lögreglan á Suðurnesjum leitar aðstoðar almennings vegna rannsóknar á skemmdarverkum og þjófnaði í Fuglavík. Þar voru skemmdir unnar á fjórum vinnuvélum í eigu Íslenskra aðalverktaka og úr þremur þeirra stolið útvörpum. Talið er að skemmdarverkin hafi átt sér stað aðfaranótt föstudagsins.

Þá var brotist inn í geymsluhúsnæði við Hvalvík á svipuðum tíma og þaðan stolið fjórum mótorhjólahjálmum. Ekkert annað var tekið þrátt fyrir að talsverð verðmæti væru í geymslunni.

Málin eru til rannsóknar og eru þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um þau beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert