Falleg hjörð í réttunum

Það glitti í féð innan um fólkið í almenningnum í …
Það glitti í féð innan um fólkið í almenningnum í réttunum. mbl.is/Ingveldur Geirsdóttir

Flóa- og Skeiðamenn réttuðu á laugardaginn í Reykjarétt á Skeiðum í Árnessýslu. Blíðskaparveður var á réttardaginn og þó að rúmlega fjögur þúsund fjár hafi verið í réttunum mátti ekki sjá mun á hvort meira væri af fé eða fólki.

„Mér finnst féð með allra besta móti, vænt og jafnt. Hjörðin hér í réttunum er afskaplega falleg öll,“ sagði Ingvar Hjálmarsson, fjallkóngur í austurleit á Flóa- og Skeiðamannaafrétti, þegar hann var tekinn tali á réttardaginn.

Flóa- og Skeiðamenn fara í lengstu leitir landsins en þeir fjallmenn sem lengst fara leggja af stað á miðvikudegi og koma til byggða föstudaginn vikuna á eftir. Leitirnar taka ellefu daga að réttardeginum meðtöldum.

Ingvar Hjálmarsson bóndi á Fjalli á Skeiðum með fjársafnið sitt …
Ingvar Hjálmarsson bóndi á Fjalli á Skeiðum með fjársafnið sitt í bakgrunni í réttardilknum. Hann segir féð koma vænt af fjalli. mbl.is/Ingveldur Geirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert