Forsætisráðherra sagður undirráðherra

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna Ómar Óskarsson

„Það er ekki góður kostur að hringla í skipulagi ráðuneyta út af hörmungarmáli eins og þessu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, við sérstaka umræðu sem fram fór á Alþingi í dag. Vísaði hann í máli sínu til hins svokallaða lekamáls.

Steingrímur J. sagði það fremur skondna niðurstöðu að forsætisráðherra væri nú orðinn „undirráðherra í innanríkisráðuneytinu“ undir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra sem samkvæmt forsetaúrskurði fer með yfirstjórn ráðuneytisins

„Það er mér með öllu óskiljanlegt að hæstvirtur ráðherra skyldi ekki stíga til hliðar eða a.m.k. færa sig í annað ráðuneyti og annar ráðherra myndi tímabundið fara með innanríkisráðuneytið þegar í stað eftir að lögreglurannsókn hófst. Það er óskiljanlegt,“ sagði Steingrímur J. og bætti við: „Var enginn með dómgreind eða reynslu þarna á bæ til þess að benda á hið augljósa í þessu máli?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert