Hótaði öryggisverði með hníf

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í Breiðholti á fjórða tímanum í nótt. Starfsmaður/öryggisvörður sem var einn í versluninni sá þegar maður sem kom inn í verslunina tíndi vörur í tösku sem hann hafði meðferðis. 

Öryggisvörðurinn hafði afskipti af manninum og var með hann í tökum. Maðurinn missti þá vasahníf á gólfið í átökum en hann hafði skömmu áður hótað að stinga öryggisvörðinn ef hann sleppti sér ekki. Maðurinn komst undan en skildi töskuna og hnífinn eftir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Í gærkvöldi var tilkynnt til lögreglu um innbrot á verkstæði í Garðabæ. Þar hafði verið brotin upp hurð, farið inn og stolið fartölvum. Fyrr um daginn hafði verið brotin rúða í bifreið þar fyrir utan og stolið veski úr bifreiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert