Lyfsali ákærður fyrir brot á lyfjalögum

Ísafjörður.
Ísafjörður. Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur ákært lyfsala á Ísafirði fyrir brot gegn lyfjalögum og skjalafals. Lyfsalinn er sagður í tvígang hafa afgreitt og afhent lyfseðilsskyld lyf á grundvelli tveggja símalyfseðla frá lyfjaversluninni Lyfju á Ísafirði án undangenginnar ávísunar og sjúkdómsgreiningar dýralæknis.

Þetta kemur fram á vefsvæði Bæjarins besta. Þar kemur fram að um hafi verið að ræða einn kassa af sýklalyfjum og tvo kassa kalklyfi. 

Þá er lyfsalanum einnig gert að sök að hafa falsað nafn dýralæknis á Ísafirði á tvo lyfseðla og afhent fulltrúa Lyfjastofnunar við eftirlit í verslun Lyfju á Ísafirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert