Útlendingar eru áberandi

Patreksfjörður.
Patreksfjörður. Sigurður Bogi Sævarsson

Eitt sinn var sagt að á Vestfjörðum væru einbúar í sveitum áberandi. Það er að mestu liðið undir lok, en í staðinn hafa nýir Íslendingar sest að á svæðinu. Fólk með erlent ríkisfang er stór hópur á mörgum stöðum. Í fyrra voru íbúar í Vesturbyggð 941 og þar af voru útlendingarnir 110 eða 12%. Í Bolungarvík þar sem 918 áttu lögheimili í fyrra var þessi hlutfallstala hin sama. Og af 3.748 íbúum í Ísfjarðarbæ voru 369 útlendingar, það er um 9%.

Íslendingar eru orðnir fráhverfir því að vinna í fiski. Útlendingarnir, til dæmis Pólverjar, hafa þarna hlaupið í skarðið og ganga glaðir til verka í vinnsluhúsum til dæmis á Patreksfirði og á Suðureyri. Þeir eru í fjölbreyttum verkum á Ísafirði og í Bolungarvík grípa konur frá fjarlægum löndum jafnvel í að beita línu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert