Vinsælt að verða búfræðingur

Hvanneyri í Borgarfirði hefur byggst upp að miklu leyti í …
Hvanneyri í Borgarfirði hefur byggst upp að miklu leyti í kringum skólastarfsemina sem þar er, en bæði er boðið upp á nám á framhaldsskólastigi og háskólastigi. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil fjölgun hefur orðið á nemendum á búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á undanförnum árum.

Búfræði er tveggja ára framhaldsskólanám og útskrifast nemendur með titilinn búfræðingur. Flestir sem fara í námið ætla sér að starfa við landbúnað.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Jón Gíslason, brautarstjóri búfræðibrautar, að í bekkjunum hafi verið á milli 30 og 40 nemendur síðustu árin, en 33 nemendur eru nú í 1. bekk og 26 í 2. bekk en þau byrjuðu 32 í fyrra. Fyrir fimm árum voru svona á milli tíu og tuttugu í árgangi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert