Vonarstræti hlýtur lof í Variety

Bandaríska menningartímaritið Variety fjallar í dag um kvikmyndina Vonarstræti, eða Life in a fishbowl eins og myndin heitir á ensku. Fær myndin góða umfjöllun og hljóta leikarar mikið lof, ásamt sérstaklega myndatökumanninum. 

Segir að þrátt fyrir að myndin sé 130 mínútur að lengd, haldi hún áhorfendum við efnið allan tímann. Þá fá persónurnar í myndinni að njóta sín til fulls, minni hlutverkin jafnt sem þau stærri. Segir að þótt ákveðnar persónur myndarinnar kunni að þykja stereótýpískar, hafi leikurunum tekist að gefa þeim dýpt. 

Myndatökumanninum þykir hafa tekist vel til að miðla titli myndarinnar á ensku, Life in a fishbowl, til áhorfenda, enda endurspegli hún hið gagnrýna ljós sem myndin sýnir árin fyrir hrun í. 

Sjá umfjöllun Variety

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert