Draga þarf úr sóðaskap

Sýning verður um Þríhnúkagíg og hraunhella á Íslandi.
Sýning verður um Þríhnúkagíg og hraunhella á Íslandi. mbl.is/Golli

Dagur íslenskrar náttúru er í dag. Af því tilefni á að rifja upp gamla slagorðið „Hreint land – fagurt land“, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann telur að bæta megi umgengni við náttúruna, ekki síst hvað varðar frárennsli og úrgang.

Umhverfisráðuneytið vinnur nú að frumvarpi um framkvæmdaáætlun um uppbyggingu innviða í náttúruvernd og ferðaþjónustu. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram í haust. Sigurður Ingi segir nálgunina svipaða og við gerð samgönguáætlunar. Lögð verði fram á Alþingi þingsályktunartillaga um uppbyggingu í stórum dráttum til tólf ára. Samhliða verði lögð fyrir þingið þriggja ára aðgerðaáætlun.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að einnig er unnið að heildarendurskoðun nýrra náttúruverndarlaga, en gildistöku þeirra var frestað til 1. júlí 2015. Sigurður Ingi telur mikilvægt að almannaréttur verði tryggður um leið og gætt er að hagsmunum landeigenda og annarra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert