Flygildi notað til að telja seli

Selamergð við ós Sigríðarstaðavatns í Húnaflóa.
Selamergð við ós Sigríðarstaðavatns í Húnaflóa. mbl.is/Einar Falur

Selatalningamenn Selaseturs Íslands nota nú ómannað loftfar, svokallað flygildi, við talningu sela og kortlagningu selalátra, til viðbótar hefðbundinni talningu úr flugvél.

„Kosturinn við þetta er að við getum raðað myndunum sem teknar eru úr flygildinu og gert úr þeim stóra mynd. Hægt er að telja selina á þeim og með því að gera samskonar kort á næstu árum er hægt að bera þróunina saman,“ segir Tryggvi Stefánsson, framkvæmdastjóri og eigandi nýsköpunarfyrirtækisins Svarma ehf. sem leggur til flygildin.

Flognir verða yfir 200 kílómetrar við talninguna. Telur Tryggvi að þetta sé eitt af stærstu verkefnum sem unnin hafa verið hér á landi með ómönnuðum loftförum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert