Freyja Dögg stýrir RÚV á Akureyri

Freyja Dögg hefur verið ráðin svæðisstjóri RÚV á Akureyri.
Freyja Dögg hefur verið ráðin svæðisstjóri RÚV á Akureyri.

Freyja Dögg Frímannsdóttir hefur verið ráðin svæðisstjóri RÚV á Akureyri. Svæðisstjóri stýrir verkum og ber ábyrgð á fréttaflutningi af landsbyggðinni í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum en RÚV er með fréttamenn og fréttaritara í öllum landshlutum.

Í tilkynningu frá RÚV segir að stofnunin ætli sér að efla starfsemi sína á landsbyggðinni á næstu misserum. Framundan sé vinna við endurskipulagningu, þróun og uppbyggingu til framtíðar sem Freyja mun leiða. Svæðisstjóri mun stýra starfsemi RÚV á Akureyri sem og annarri starfsemi á landsbyggðinni. Ýmsar breytingar eru áformaðar, meðal annars verður lögð stóraukin áhersla á miðlun svæðisbundinna frétta á vefnum.

Freyja Dögg starfaði um nokkurra ára skeið sem fréttamaður hjá RÚV á Akureyri auk þess sem hún hefur umtalsverða reynslu af verkefnastjórnun og vinnslu fyrir vef.  Hún er með meistaragráðu í upplýsingatæknifræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert