Grillarar náðu sér á strik í ágústblíðunni

Sala lambakjöts er minni í ár en í fyrra.
Sala lambakjöts er minni í ár en í fyrra. mbl.is/Golli

Sala á lambakjöti náði sér nokkuð á strik í ágúst, eftir sölusamdrátt í júlí.

Eins og oft áður má skýra söluþróun yfir sumarmánuðina með tilvísun til veðráttunnar. Vel viðraði fyrir útigrillara meginhluta mánaðarins.

Um 640 tonn af kindakjöti seldust í ágúst. Er það 3,5% meira en í sama mánuði árið áður og verulega meira en í júlí. Salan á síðustu tólf mánuðum er þó enn 2,4% undir því sem var á sama tímabili á síðasta ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert