Hafa veitt 100 túnfiska

Túnfiskur á línu Jóhönnu Gísladóttur GK.
Túnfiskur á línu Jóhönnu Gísladóttur GK.

Jóhanna Gísladóttir GK var í gærkvöldi búin að veiða alls 100 túnfiska á vertíðinni, sem hefur gengið mjög vel.

Skipið var í gær að veiðum um 100 mílur suður af Grindavík og hefur veður á veiðislóðinni verið þokkalegt á vertíðinni nema hvað bræla var á sunudag. Þá lentu skipverjar á Jóhönnu í því um helgina að línan flæktist verulega og er talið að hvalur hafi valdið því. Hvalveiðiskipin hafa verið á svipuðum slóðum undanfarið.

Í gærmorgun var 21 fiskur kominn um borð úr þremur lögnum, en tvær lagnir voru eftir. Áætlað er að Jóhanna komi til löndunar í Grindavík á miðvikudagskvöld og aflinn fari með beinu flugi til Japans á fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert