Hross og von í forvalinu

Þorvaldur Davíð, Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Backmann fara með aðalhlutverkin …
Þorvaldur Davíð, Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Backmann fara með aðalhlutverkin í Vonarstræti.

Íslensku kvikmyndirnar Hross í Oss og Vonarstræti eiga báðar möguleika á því að verða tilnefndar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna en tilkynnt var um það í dag að þær séu á meðal þeirra fimmtíu evrópsku kvikmynda sem eru í forvalinu. Verðlaunin verða afhent höfuðborg Lettlands 13. desember næstkomandi. Á listanum má, sem áður segir, finna fimmtíu kvikmyndir og eru þær frá 31 Evrópulandi.

Valið á kvikmyndunum fer þannig fram að kvikmyndaakademían í tuttugu fjölmennustu löndunum velur eina kvikmynd frá sínu landi, s.s. tuttugu kvikmyndir, og svo er sérstök nefnd sem fer yfir aðrar evrópskar kvikmyndir og velur á listann. Sú nefnd hefur því valið bæði Hross í Oss og Vonarstræti.

Á næstu vikum munu svo meira en þrjú þúsund meðlimir akademíunnar í öllum Evrópulöndum tilefna kvikmyndir, handrit, leikara og leikstjóra til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Tilnefningarnar verða kynntar 8. nóvember næstkomandi.

Listinn í heild sinni:

  • ALIENATION
  • ОТЧУЖДЕНИЕ (OTCHUJDENIE)
  • AMOUR FOU
  • BEAUTIFUL YOUTH
    HERMOSA JUVENTUD
  • BIRD PEOPLE
  • BLIND
  • BLIND DATES
  • CALVARY
  • CANNIBAL
    CANÍBAL
  • CLASS ENEMY
    RAZREDNI SOVRAŽNIK
  • CONCRETE NIGHT
    BETONIYÖ
  • DREAMLAND
    TRAUMLAND
  • FAIR PLAY
  • FORCE MAJEURE
    TURIST
  • FRANK
  • GIRLHOOD
    BANDE DE FILLES
  • GOODBYE TO LANGUAGE
    ADIEU AU LANGAGE
  • HOME FROM HOME - CHRONICLE OF A VISION
    DIE ANDERE HEIMAT – CHRONIK EINER SEHNSUCHT
  • HUMAN CAPITAL
    IL CAPITALE UMANO
  • IDA
  • IN ORDER OF DISAPPEARANCE
    KRAFTIDIOTEN
  • KERTU. LOVE IS BLIND
    KERTU
  • LEVIATHAN
    LEVIAFAN
  • LIFE IN A FISHBOWL
    VONARSTRÆTI
  • LIVING IS EASY WITH EYES CLOSED
    VIVIR ES FÁCIL CON LOS OJOS CERRADOS
  • LOCKE
  • MACONDO
  • MISS VIOLENCE
  • MR. TURNER
  • NYMPHOMANIAC
  • OF HORSES AND MEN
    HROSS Í OSS
  • PAPUSZA
  • STARRED UP
  • STILL LIFE
  • STRATOS
    TO MIKRO PSARI
  • THAT LOVELY GIRL
    HARCHEK ME HEADRO
  • THE DARK VALLEY
    DAS FINSTERE TAL
  • THE KINDERGARTEN TEACHER
    HAGANENET
  • THE LAMB
    KUZU
  • THE TRIBE
    PLEMYA
  • THE WONDERS
    LE MERAVIGLIE
  • TWO DAYS, ONE NIGHT
    DEUX JOURS, UNE NUIT
  • UNDER THE SKIN
  • VIOLETTE
  • WALESA
  • WE ARE THE BEST!
    VI ÄR BÄST!
  • WHEN EVENING FALLS ON BUCHAREST OR METABOLISM
    CÂND SE LASA SEARA PESTE BUCURESTI SAU METABOLISM
  • WHITE GOD
    FEHÉR ISTEN
  • WINTER SLEEP
    KIŞ UYKUSU
  • WOLF
  • WOUNDED
    LA HERIDA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert