Örlög asparinnar í Lambhaga ráðin

Búið er að skera burtu börk af öspinni og verður …
Búið er að skera burtu börk af öspinni og verður hún felld næsta vor. Í Lambhaga eru einnig grenitré, sem fá að standa áfram. Ljósmynd/Örn Óskarsson

„Sennilega er þetta síðasta myndin sem ég tek af öspinni fallegu í Skaftafelli,“ segir Örn Óskarsson framhaldsskólakennari í færslu á Facebook-síðu sinni og á þar við myndarlega ösp sem stendur í Lambhaga.

„Öspin er ein af perlunum í Skaftafelli og hefur vaxið þar ásamt grenitrjánum frá því löngu áður en þjóðgarðurinn var stofnaður. Nú hefur greinilega verið ákveðið af yfirmönnum að þessi útlendingur skuli fjarlægður, búið að hringskera stofninn og tréð að drepast,“ segir Örn en meðfylgjandi mynd tók hann 13. september s.l.

Í stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs kemur fram að eitt af meginmarkmiðunum fyrir Lambhaga sé „að koma í veg fyrir útbreiðslu erlendra trjátegunda í Skaftafelli með því til dæmis að fella öspina sem þar er og fjarlægja nýgræðinga frá henni.“ Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að framtakið hefur valdið nokkurri óánægju meðal skógræktarfólks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert