Stefnir í þýðingamet vegna EES

Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins mun þýða um 8 þúsund blaðsíður af EES-samningnum …
Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins mun þýða um 8 þúsund blaðsíður af EES-samningnum á næsta ári ef áætlanir standast. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rúmar 70 þúsund blaðsíður EESsamningsins hafa verið þýddar frá árinu 1994.

Það magn sem þýtt hefur verið vegna samningsins hefur aukist ár frá ári og gert er ráð fyrir því að Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins þýði um átta þúsund blaðsíður af samningnum á næsta ári og hafa þær aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fyrir vikið hefur framlag verið aukið um 128 milljónir króna að raungildi og verður rúmar 280 milljónir króna í heild á næsta ári. Nýlega var bætt í starfsemi Þýðingamiðstöðvarinnar þegar opnað var útibú á Seyðisfirði en fyrir er starfsemi á Ísafirði auk þess að vera í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert