Um 50 skjálftar í nótt

Mengun á Vopnafirði í síðustu viku
Mengun á Vopnafirði í síðustu viku Hinrik Ingólfsson

Um 50 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Stærstu skjálftarnir voru tæplega þrjú stig með upptök í Bárðarbungu. Ellefu skjálftar hafa mælst þar og tæplega 20 í ganginum undir Dyngjujökli og við eldstöðvar, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan vekur athygli á að styrkur brennisteinstvíildis (SO2) geti orðið hár norðaustur af gosstöðvunum frá Vopnafirði til Austfjarða í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert