Vilja heilsugæslu í framhaldsskóla

Heilsugæsla.
Heilsugæsla. mbl.is/Brynjar Gauti

Þingmenn úr þingflokkum Vinstri grænna, Samfylkingunni, Bjartri framtíð og Pírötum standa að baki frumvarpi til breytinga á lögum um framhaldsskóla sem hefur það í för með sér að veita nemendum framhaldsskólanna endurgjaldslausa heilbrigðisþjónustu á skólastað.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að nái lagabreytingin fram að ganga verða framhaldsskólanemar jafnsettir grunnskólanemum með tilliti til aðgengis að heilbrigðisþjónustu á skólastað, en eins og málum er nú háttað er ekki skylt að veita framhaldsskólanemum slíka þjónustu.

Gert er ráð fyrir að skólastjórnendur hafi eftir sem áður samráð og samstarf við nærliggjandi heilsugæslustöð um heilbrigðisþjónustu þá sem veitt verður á skólastað eins og lögin um framhaldsskóla áskilja um heilbrigðisþjónustuna sem nú er veitt framhaldsskólanemum á vegum skólans.

Frumvarpið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert