100 myndir á 10 dögum

Dagskráin á kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst eftir viku er viðamikil svo ekki sé meira sagt. Þar verða sýndar um 100 myndir frá 40 löndum og tæplega 50 myndir eru eftir kvenleikstjóra. Kópavogsbær kemur nú að hátíðinni í fyrsta skipti sem setur sinn svip á hátíðina og gerir hana aðgengilega á stærra svæði.

Blaðamannafundur var haldinn fyrr í dag þar sem dagskráin var kynnt af starfsfólki hátíðarinnar og mbl.is var á staðnum. 

Meðal gesta sem koma eru blaðamaðurinn John Pilger og enski leikstjórinn Mike Leigh og munu þeir ræða við gesti. Þá verða opnar málstofur, vinnustofur auk fjölda sérviðburða í boði. 

Miðasala á hátíðina hefst í dag og hægt er að kynna sér dagskránna ítarlega hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert