Í notkun um önnur áramót

Framkvæmdum við nýja fangelsið á Hólmsheiði miðar vel og eru …
Framkvæmdum við nýja fangelsið á Hólmsheiði miðar vel og eru á áætlun. mbl.is/RAX

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að framkvæmdir við nýja fangelsið á Hólmsheiði í Reykjavík séu allar á áætlun og gert sé ráð fyrir að hægt verði að taka við fyrstu föngunum um áramótin 2015-2016.

„Það er ráðgert að fangelsið verði fullbúið og tilbúið í árslok 2015, þannig að um önnur áramót getum við tekið við fyrstu föngunum,“ sagði Páll í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hann segir að þá verði næsta verkefni að loka Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og kvennafangelsinu við Kópavogsbraut í Kópavogi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert