Mikilvægt að samkomulag náist

Íslendingar stuðla að loftslagsbreytingum, m.a. með útblæstri.
Íslendingar stuðla að loftslagsbreytingum, m.a. með útblæstri. mbl.isStyrmir Kári

Sterkustu skilaboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til heimsins í loftslagsmálum væru að lýsa því yfir að Ísland ætlaði ekki að vinna olíu á Drekasvæðinu. Þetta segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Forsætisráðherra fer ásamt þremur starfsmönnum ráðuneytis síns til New York í næstu viku en þangað hefur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðið leiðtogum heims til ráðstefnu til að ræða loftslagsbreytingar. Ráðstefnan er undirbúningur fyrir loftslagsþing SÞ sem fer fram í París á næsta ári. Þar er stefnt að því að ná bindandi samkomulagi um að þjóðir heims dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Árni mikið liggja við að bindandi samkomulag náist á milli ríkja heims en síðasta loftslagsþing SÞ sem haldið var í Kaupmannahöfn árið 2009 fór út um þúfur. Þó var samþykkt að markmiðið ætti að vera að halda hlýnun jarðar innan við 2°C.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert