Minni farþegaflugvélar geti lent á Hornafjarðarflugvelli

mbl.is/Hjörtur

Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram á Alþingi þess efnis að innanríkisráðherra verði falið að tryggja að á Hornafjarðarflugvelli verði nægjanlegur búnaður og aðstaða til að hægt verði að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum og vélum í ferjuflugi sem þegar hafi heimild til að fljúga um völlinn.

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi standa að tillögunni. Í greinargerð með henni segir meðal annars: „Mikilvægt er að Hornafjarðarflugvöllur verði styrktur eins og lagt er til í þessari tillögu. Flutningsmenn leggja áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í þá vinnu sem fyrst til að treysta enn frekar atvinnulíf í Hornafirði og nágrenni og stuðla að frekari uppbyggingu og vexti Vatnajökulsþjóðgarðs.

Þingsályktunartillagan í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert