Norðlensku lömbin eru tæpu kílói þyngri en í fyrra

Tekið til hendi við sauðfjárslátrun í sláturhúsi Norðlenska.
Tekið til hendi við sauðfjárslátrun í sláturhúsi Norðlenska. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Meðalfallþungi dilka er um kílói meiri á Norðurlandi í upphafi sláturtíðar en á sama tíma á síðasta ári.

Sláturhússtjórar segja það þó ekki endilega til marks um að lömbin séu almennt vænni því tilviljanir geti ráðið því hvaða fé bændur komi fyrst með í sláturhús fyrstu dagana.

Slátrun er komin á fullt skrið í sláturhúsum landsins. Fé er slátrað í átta sláturhúsum á vegum sjö sláturleyfishafa. Á síðasta ári var alls slátrað rúmlega 590 þúsundum fjár, þar af rúmlega 540 þúsund lömbum. Ekki er vitað til þess að miklar breytingar verði á fjöldanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert