Vilja kanna hagkvæmni lestarsamgangna

mbl.is/Hjörtur

Sjö þingmenn fimm flokka nema Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að könnuð verði annars vegar hagkvæmni lestarsamgangna á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur og hins vegar hagkvæmni léttlestakerfis innan höfuðborgarsvæðisins.

„Kannaðir verði kostir þessa samgöngumáta og gallar, sem og hugsanlegar leiðir. Sjónum verði einkum beint að kostnaði og ávinningi samfélagsins og efnahagslegum, umhverfislegum og skipulagslegum áhrifum. Í þessu skyni verði leitað til sérfræðinga innan lands og utan. Niðurstöður athugunarinnar liggi fyrir um mitt ár 2015,“ segir í tillögunni.

Þá segir ennfremur í greinargerð: „Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa þróast með þeim hætti að innan fárra ára þarf að taka í notkun afkastameiri tækni til fólksflutninga en strætisvagnana sem nú eru notaðir.

Aðeins Píratar ákváðu að standa ekki að tillögunni.

Þingsályktunartillagan í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert