Aldrei séð úthaga og afrétti jafn blómlega

Bændur í Fljótsdal flýttu göngum vegna ótta við mengun frá …
Bændur í Fljótsdal flýttu göngum vegna ótta við mengun frá eldgosinu. Skólasysturnar úr Menntaskólanum á Egilsstöðum, Momoko Tsuchie skiptinemi frá Japan og Bríet Finnsdóttir, tóku þátt í réttastörfum í Melarétt í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við höfum aldrei séð landið svona blómlegt, allan úthaga og afrétti. Það er ótrúlegt að ríða um landið og sjá allan þennan gróður. Samt er í Grýtubakkahreppi töluvert margt fé.“

Þetta segir Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grýtubakka og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Þórarinn er nýkominn úr fyrstu göngum á afréttarlöndum í Grýtubakkahreppi. Mikill snjór var á afréttinum í vor og fram eftir sumri. Féð var því rekið seinna en vanalega og þurfti að reka það lengi í snjó til að koma því í gróður norðan við hann. Þórarinn segir að snjór sé enn að fara og landið enn að gróa en vissulega séu grös fallin í þeim högum sem fyrstir komu til í vor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert