Borgargarður í Elliðaárdalnum

Elliðaárdalurinn er góður til útivistar.
Elliðaárdalurinn er góður til útivistar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt til að Elliðaárnar og nánasta umhverfi þeirra verði friðað með hverfisvernd í deiliskipulagi.

Það verði gert „á grundvelli úttektar á lífríki og náttúrufari og í samræmi við niðurstöður starfshóps um borgargarð í Elliðaárdal“, eins og segir í tillögunni sem var lögð fram á fundi borgarráðs 11. september sl. Afgreiðslu tillögunnar var frestað.

Afmörkun svæðisins á að taka mið af aðalskipulagi Reykjavíkur til 2030. „Umhverfis- og skipulagssviði er falið að undirbúa breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals í samræmi við þetta og fella árnar og umhverfi þeirra undir hverfisvernd, sem er hámarksvernd skv. skipulagslögum,“ segir ennfremur í tillögu borgarstjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert