Enn ósamið um flutning skipsins

Flutningaskipið Green Freezer á strandstað við Fáskrúðsfjörð.
Flutningaskipið Green Freezer á strandstað við Fáskrúðsfjörð. mbl.is/Albert Kemp

Flutningaskipið Green Freezer, sem strandaði á Fáskrúðsfirði á níunda tímanum í gærkvöldi er enn á strandstað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Fáskrúðfirði er málið enn í biðstöðu og samningaviðræður í gangi.

Að sögn lögreglunnar er vonast til þess að hægt verði að gera eitthvað í kvöld, jafnvel hefja losun skipsins.

Ekki hefur fengist staðfest að varðskipið Þór taki þátt í björgunaraðgerðum. Ekki er heldur vitað hvaða önnur skip taki þátt. 

Eins og komið hefur fram í fyrri fréttum mbl.is mun Green Freezer ekki sigla fyr­ir eig­in vélarafli þótt það tak­ist að draga það af strandstað við Fá­skrúðsfjörð. Kafar­ar könnuðu ástand skips­ins og er ljóst að eitt skrúfu­blaðið er al­veg af og stýrið stór­skemmt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert