Fá frest til að ná skipinu á flot

Green Freezer á strandstað í Fáskrúðsfirði.
Green Freezer á strandstað í Fáskrúðsfirði. Ljósmynd/Árni Jóhannesson

Landhelgisgæslan hefur gefið eigendum Green Freezer frest fram yfir morgunflóð klukkan 10:00 til að ná skipinu á flot af strandstað í Fáskrúðsfirði með aðstoð dráttarbáts, en það strandaði í firðinum í gærkvöldi.

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Umhverfisstonfunar komu á staðin upp úr miðnætti og mátu stöðuna með lögreglu, Landsbjörgun og hafnarstarfsmönnum á Fáskrúðsfirði. Ástandið var metið stöðugt og ekki mikil hætta talin á mengun. Þá er veðurspá góð fyrir næstu daga.  

Takist ekki að fá útgerðina til að fá skipið dregið á flot með dráttarbát  mun Landhelgisgæslan meta hvort íhtlutunarrétti í samræmi við lög um varninr gegn mengnu hafs og strandar verði beitt.

Varðskipið Þór er á leið á strandstað og verður þar um kvöldmatarleitið í dag en skipið var við eftirlit á vestfjarðarmiðum þegar Green  Freezer strandaði. Þá eru kafarar LHG á leið austur, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgsigæslunni.

Í umfjöllun um strandið í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að flutningaskipið Green Freezer hafi bakkað upp í fjöru eftir að stjórnbúnaður í því bilaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert